Að fá að drekka sig í hel Ögmundur bjarnason skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um sölu áfengis í mjólkurbúðum sem vonir standa til að loks verði að lögum í landinu. Þessu fagna allir frjálshuga menn og telja mikil þjóðþrif. Gildir þá einu þótt öll skynsamleg rök hnígi gegn slíku fyrirkomulagi og landlæknir biðji guðina að forða þingheimi frá þessu ráði. Réttlætismál og sjálfsögð mannréttindi er að geta keypt sér („verzlað“) hvítvín með humrinum án milligöngu ríkisvaldsins. Að meina mönnum frjáls viðskipti með áfengi, jafnvel þótt ístöðulítið fólk kunni illa með það að fara, má heita að stappi nærri því ofbeldi að skylda menn, sem ekki bera til þess sérstaka löngun, að greiða skatt af tekjum sínum. Eða þeim yfirgangi kommúnista að beita neyslusköttum til að draga úr sykuráti barna. Hlýtur þá að liggja næst fyrir að ráðast gegn þeirri blindu forræðishyggju að takmarka áfengiskaup við aldur neytenda, þvert á eftirspurn og kröfur markaðarins. Heimurinn er jú fullur af peningum og allskonar og fásinna að láta það dragast að drekka þau vín sem hægt er að drekka strax. Eins og skáldið sagði sem minntist skóladaganna með hryggð yfir því að „sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vín“. Í þessum skóla sem sum okkar villtust í síðar minnir mig að hafi staðið á fornum bókum að ljúft væri og dýrðlegt að deyja fyrir föðurlandið. Reynsla vestrænna þjóða af því að einkavæða áfengissölu er á eina leið: áfengisneysla eykst með tilheyrandi aukningu á áfengistengdu heilsutjóni og samfélagsböli. En skítt veri með það. Við skulum vera frjálsir menn í frjálsu landi. Og frjálsir þess að drekka okkur í hel. Það er dýrðlegt og dásamlegt:Þær endalyktir öllum kunnarég einna dýrðlegastar telundir fána frjálshyggjunnarað fá að drekka sig í hel.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun