Lífið

Myspace Tom á leiðinni til landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anderson var ávallt með þessa mynd á sínum Myspace-reikningi.
Anderson var ávallt með þessa mynd á sínum Myspace-reikningi.
Thomas Anderson, betur þekktur sem Myspace Tom, er á leiðinni til íslands en hann greinir frá þessu á Instagram síðu sinni.

Anderson stofnaði samfélagsmiðilinn Myspace árið 2003 ásamt Chris DeWolfe og sló miðillinn rækilega í gegn á sínum tíma. Facebook vann síðan slaginn um vinsælasta samfélagsmiðilinn. Tom hætti hjá Myspace árið 2009 eftir að þeir félagar höfðu selt News Corp fyrirtækið.

Hann er á leiðinni til Íslands og verður fróðlegt að fylgjast með kappanum hér á landi. Tom hefur meðal annars einbeitt sér að landslagsljósmyndun síðustu ár og má búast við því að hæfileikar hans eigi eftir að njóta sín hér á landi.

Hér fyrir neðan má sjá mynd sem hann tók í Lofoten í Noregi á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.