Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 12:48 Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira