Buðu vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði 28. júní 2017 09:00 David Beckham var í stóru hlutverki þegar England vildi fá að halda HM 2018. Vísir/Getty Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07