Skíðasamband Íslands hefur valið íslensku keppendurnar á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fer fram í Lahti í Finnlandi frá 22.febrúar til 5. mars.
Allir íslensku keppendurnir eru valdir til þátttöku í skíðagöngu en einnig er keppt í skíðastökki og norrænni tvíkeppni. Einungis hefur einn keppandi náð lágmörkum fyrir lengri vegalengdir en það er Snorri Einarsson.
Aðrir keppendur sem valdir eru þurfa að fara í undankeppnina þann 22.febrúar ef enginn nær lágmörkum áður en HM hefst. Hópurinn mun dvelja í HM þorpinu frá 20.febrúar til 2.mars.
Elsa Guðrún Jónsdóttir er eina konan í hópnum en hinir fjórir í keppendahópnum og öll farastjórnin eru karlar.
Keppnisplan:
22. febrúar - Undankeppni fyrir lengri vegalengdir
23. febrúar - Sprettganga
25. febrúar - Skiptiganga
26. febrúar - Liðasprettur
28. febrúar - 10 km ganga með hefðbundinni aðferð kvenna
1. mars - 15 km ganga með hefðbundinni aðferð karla
Íslensku Keppendurnir á HM 2017:
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Albert Jónsson
Brynjar Leó Kristinsson
Snorri Einarsson
Sævar Birgisson
Fararstjórn:
Jón Viðar Þorvaldsson - Fararstjóri
Jostein H. Vinjerui - Landsliðsþjálfari
Baldur Helgi Ingvarsson - Aðstoðarmaður/læknir
Vegard Karlstrøm - Smurningsmaður
Karl Gunnar Skjøenfjell - Smurningsmaður
