Höfðinglegar móttökur á Bessastöðum: „Ég vona að ykkur muni líða vel hér“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:07 Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fimm sýrlenskar fjölskyldur sem setjast munu að í Reykjavík og á Akureyri lentu í Keflavík síðdegis og var vel fagnað við komuna þar sem félags- og jafnréttisráðherra og forsvarsmenn sveitarfélaganna buðu fólkið velkomið. „Við tökum á móti sýrlensku flóttamönnunum með mikilli gleði“ sagði Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra við komu þeirra í dag: „Með því að bjóða þessar fjölskyldur velkomnar til landsins sinnum við ekki aðeins skyldu okkar í samfélagi þjóðanna til að aðstoða þá sem eru í neyð heldur sýnum að sama skapi hvernig samfélag Ísland er.“ Fólkið kemur frá Líbanon þar sem það hefur dvalið síðastliðin þrjú ár eftir að hafa hrakist frá Sýrlandi vegna styrjaldarástandsins þar. Alls eru þetta 22 einstaklingar, níu fullorðnir og þrettán börn. Ein þessara fjölskyldna sest að á Akureyri en hinar í Reykjavík. Bæði sveitarfélögin hafa áður tekið á móti sýrlenskum flóttamönnum; Akureyri í fyrra og Reykjavík árið 2015. Þrjár fjölskyldnanna sem komu í dag eiga ættingja meðal kvótaflóttafólks sem kom hingað í boði stjórnvalda í fyrra.Vonar að fólkinu muni líða vel Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fjölskyldurnar velkomnar á Bessastöðum nú síðdegis í dag. Hann sagðist vona að fjölskyldunum muni líða vel hér. „Við Íslendingar getum ekki bjargað heiminum, getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa að flýja heimili sín. Öflugari ríki verða að stuðla að friði þar sem stríð geisar,“ sagði Guðni. „En við getum samt lagt okkar skerf að mörkum. Boðið öruggt skjól, bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð. Við getum fundið þá skyldu í þeirri kristnu trú sem flestir aðhyllast á Íslandi og ekki síður í upphafsorðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hver maður er borinn frjáls, jafn öðrum af virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“Enn von á tveimur fjölskyldum Að lokum vitnaði Guðni í orð Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta frá árinu 1933. „Hér á Íslandi viljum við verja sjálfsögð mannréttindi. Jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, ferðafrelsi og ekki síst frelsi frá ótta. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, eins og Bandaríkjaforseti sagði svo eftirminnilega árið 1933.“ Enn er von á tveimur fjölskyldum úr hópi þeirra flóttamanna sem stjórnvöld hafa þegar boðið til landsins. Að þeim meðtöldum hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 117 sýrlenskum flóttamönnum. Móttaka flóttafólks er samstarfsverkefni stjórnvalda, sveitarfélaga, Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Áætlað er að 65,3 milljónir manna séu á flótta vegna stríðsátaka og ofsókna í heiminum. Þar af er talið að um 4,9 milljónir séu landflótta Sýrlendingar sem dvelja meðal annars í Tyrklandi og Líbanon.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira