Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 13:58 Pétur Gunnlaugsson er dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Útvarp Saga Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“ Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“
Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48