Enski boltinn

Dimitri Payet þurfti að endurgreiða West Ham 73 milljónir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitri Payet með nýja Marseille búninginn sinn.
Dimitri Payet með nýja Marseille búninginn sinn. Vísir/EPA
Samband Dimitri Payet og yfirmanna hans hjá West Ham varð á endanum eins slæmt og það getur orðið. Hann var hetja liðsins og elskaður af öllum stuðningsmönnum eftir ótrúlega framgöngu í janúarmánuði er Payet nú hataður eins og pestin meðal West Ham fólks.

Nú síðast hefur Sky komist að því að West Ham þvingaði franska landsliðsmanninn til að endurgreiða félaginu laun sín fyrir janúarmánuð áður en hann fékk að fara til franska liðsins Marseille.

Dimitri Payet fékk 125 þúsund pund í laun á viku eða 18,2 milljónir króna. Hann þurfti því að borga West Ham 500 þúsund pund eða 73 milljónir íslenskra króna sem er ágætis upphæð.

Marseille keypti Dimitri Payet á 25 milljónir punda en áður hafði Payet sagt að hann myndir aldrei aftur spila fyrir West Ham.

Dimitri Payet lék 48 leiki með West Ham í ensku úrvalsdeildinni frá ágúst 2015 til janúar 2017 og var í þeim með 11 mörk og 19 stoðsendingar.  Hann vann sér sæti í franska landsliðinu sem leikmaður félagsins.

Dimitri Payet skrifaði undir nýjan fimm ára samning við West Ham fyrir aðeins tólf mánuðum og fékk milljón punda hollustubónus í september.

Félagið hefur sent út tilkynningu þar sem það segist harma viðhorf Dimitri Payet og það bauð einnig þeim stuðningsmönnum sem eiga West Ham treyju merkta Dimitri Payet að skila henni og fá nýja í staðinn fyrir 25 pund eða 3600 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×