Enski boltinn

Klopp hefur notað 38 leikmenn í sjö bikarleikjum hjá Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp og strákarnir hans mæta Chelsea á morgun.
Klopp og strákarnir hans mæta Chelsea á morgun. vísir/getty
Þótt Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, geri alla jafna fáar breytingar á byrjunarliði Rauða hersins milli leikja í ensku úrvalsdeildinni er hann vanur að gera margar breytingar fyrir bikarleiki.

Liverpool féll úr leik í ensku bikarkeppninni á laugardaginn eftir 1-2 tap fyrir B-deildarliði Wolves.

Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði Liverpool fyrir leikinn gegn Úlfunum og það kom í bakið í honum.

Klopp hefur nú stýrt Liverpool í sjö bikarleikjum síðan hann tók við liðinu. Í þessum sjö bikarleikjum hefur Klopp notað 38 leikmenn.

Klopp hefur alls notað þrjá markverði, 13 varnarmenn, 17 miðjumenn og fimm framherja.

Klopp er reyndar ekki eini stjórinn í úrvalsdeildinni sem gerir margar breytingar fyrir bikarleiki. Þetta hefur færst í aukana og stjórar úrvalsdeildarliða, og jafnvel B-deildarliða, hafa verið gagnrýndir fyrir að sýna bikarkeppninni vanvirðingu með því að stilla ekki upp sínu sterkasta liði.

Þessa 38 leikmenn hefur Klopp notað í sjö bikarleikjum sem stjóri Liverpool:

Markverðir: Adam Bogdan, Simon Mignolet, Loris Karius

Varnarmenn: Jose Enrique, Brad Smith, Tiago Ilori, Joe Maguire, Jon Flanagan, Dejan Lovren, Nathaniel Clyne, Steven Caulker, Alberto Moreno, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Ragnar Klavan, Connor Randall

Miðjumenn: Joao Teixeira, Cameron Brannagan, Ryan Kent, Jerome Sinclair, Pedro Chirivella, Joe Allen, Jordon Ibe, James Milner, Lucas Leiva, Emre Can, Kevin Stewart, Sheyi Ojo, Ovie Ejaria, Ben Woodburn, Adam Lallana, Harry Wilson, Georginio Wijnaldum

Framherjar: Christian Benteke, Divock Origi, Daniel Sturridge, Roberto Firmino, Philippe Coutinho


Tengdar fréttir

Jón Daði og félagar slógu Liverpool út á Anfield

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Wolves gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Liverpool í hádegisleik enska bikarsins en þetta var þriðja tap Liverpool á Anfield í röð.

Mane gæti náð leiknum gegn Chelsea

Liverpool sendi einkaþotu á eftir Sadio Mane í von um að hann geti verið til taks þegar liðið mætir Chelsea á þriðjudaginn næstkomandi en það má svo sannarlega segja að Liverpool hafi saknað hans í janúar.

Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield

Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.

Klopp: Heppnin var ekki með okkur

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að heppnin hefði ekki verið með sínum mönnum í liði gegn Southampton í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×