Enski boltinn

Stóri Sam nælir í gamlan lærisvein

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Aanholt er marksækinn bakvörður.
Van Aanholt er marksækinn bakvörður. vísir/getty
Crystal Palace hefur fest kaup á vinstri bakverðinum Patrick van Aanholt frá Sunderland.

Talið er að Palace hafi borgað 14 milljónir punda fyrir van Aanholt sem skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Palace, þekkir vel til van Aanholts en þeir unnu saman hjá Sunderland á síðasta tímabili.

Van Aanholt kom til Sunderland frá Chelsea sumarið 2014. Hann lék 95 leiki fyrir Sunderland og skoraði níu mörk.

Van Aanholt, sem er 26 ára, hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Holland.

Palace er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur Palace er gegn Bournemouth á útivelli á morgun.


Tengdar fréttir

Öruggt hjá Manchester City á Selhurst Park

Manchester City vann öruggan sigur á Crystal Palace á Selhurst Park í 32-liða úrslitum enska bikarsins en leiknum lauk með 3-0 sigri Manchester City og sáu Leroy Sane, Raheem Sterling og Yaya Toure um markaskorunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×