Enski boltinn

Lallana bestur hjá Englandi á síðasta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lallana fagna sigurmarki sínu gegn Slóvakíu í september á síðasta ári.
Lallana fagna sigurmarki sínu gegn Slóvakíu í september á síðasta ári. vísir/getty
Adam Lallana var valinn besti leikmaður enska landsliðsins árið 2016.

Það eru stuðningsmenn enska landsliðsins sem sjá um valið en Lallana fékk 39% atkvæða þeirra í ár. Jamie Vardy kom næstur með 12% og Wayne Rooney fékk 8% atkvæðanna. Rooney hefur unnið þessi verðlaun oftast allra, eða fjórum sinnum (2008, 2009, 2014 og 2015).

Lallana, sem hefur leikið með Liverpool frá 2014, spilaði 11 af 14 leikjum Englands á árinu 2016 og skoraði þrjú mörk.

Í september tryggði hann enska liðinu sigur á því slóvakíska í eina leiknum undir stjórn Sams Allardyce og skoraði svo gegn Skotlandi og Spáni í nóvember.

Lallana, sem er 28 ára, hefur leikið 29 landsleiki fyrir England og skorað þrjú mörk. Hann hefur farið með liðinu á tvö stórmót; HM 2014 og EM 2016.


Tengdar fréttir

Mane gæti náð leiknum gegn Chelsea

Liverpool sendi einkaþotu á eftir Sadio Mane í von um að hann geti verið til taks þegar liðið mætir Chelsea á þriðjudaginn næstkomandi en það má svo sannarlega segja að Liverpool hafi saknað hans í janúar.

Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield

Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liverpool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×