Innlent

Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar að undanskilinni einni efnisgrein

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. vísir/ernir
Skýrsla um skiptingu skuldaleiðréttingarinnar, sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir, var tilbúin um miðjan október en hún var ekki birt fyrr en 18. janúar í síðustu viku inn á vef Fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Þá höfðu liðið þrír mánuðir frá því að skýrslan var tilbúin. Kjarninn greinir frá.

Samkvæmt fjármálaráðuneytinu er skýrslan birt á þessu ári vegna þess að bæta þurfti einni efnisgrein við skýrsluna sem greindi frá ástæðum fyrir því að skýrslan var gerð. Ekki var um að ræða neinar auka tölulegar upplýsingar.

Í skýrslunni um Leiðréttinguna má sjá að tekjuhæstu einstaklingar samfélagsins hafi notið afurða Leiðréttingarinnar hvað mest.

Tuttugu prósent Íslendinga sem tilheyra þeim samfélagshópi sem á mestu hreinu eignirnar, fengu samtals 22.7 milljarða króna í leiðréttingu en sá helmingur þjóðarinnar sem á minnstu hreinu eignirnar fékk 28,01 prósent sem eru 20.2 milljarða króna.  Eignahærri helmingur þeirra sem fengu leiðréttingu fengu rúm 72 prósent hennar eða 52 milljarða króna.

86 prósent leiðréttingarinnar lentu þannig í höndum tekjuhæsta helmingsins.

Þetta er önnur skýrslan sem tilbúin var fyrir kosningar en leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir að kosningum lauk. Hin var skýrsla um eignir Íslendinga í aflandsfélögum en Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, sagði að hann hefði verið ónákvæmur í svörum sínum þegar hann var spurður út í hvenær sú skýrsla hefði verið tilbúin. Sú skýrsla var ekki birt fyrr en 6. janúar.


Tengdar fréttir

Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×