Innlent

Ógnað af sambýlismanni sínum með hnífi

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst átta ökumenn voru stöðvaðir í nótt og í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Minnst átta ökumenn voru stöðvaðir í nótt og í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á hótel í miðborginni í nótt eftir að gestur hótelsins kom í móttöku þess og sagði sér hafa verið ógnað með hnífi. Sambýlismaður gestsins var handtekinn grunaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Samkvæmt dagbók lögreglu er ekki vitað hvort hnífur var notaður og einnig er ekki vitað hver meiðsl mannsins sem varð fyrir árásinni eru. Báðir mennirnir eru erlendir ferðamenn.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um heimilisofbeldi í Vesturborginni í nótt. Ölvuð kona var vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Minnst átta ökumenn voru stöðvaðir í nótt og í gærkvöldi grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þar að auki var einn þeirra án ökuréttinda og einn var með fíkniefnum í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×