Innlent

Söngnám ekki í boði

Benedikt bóas Hinriksson skrifar
Salka Sól Eyfeld lærði söng.
Salka Sól Eyfeld lærði söng. vísir/ernir
Á síðasta fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar kom fram að ekkert söngnám sé í boði á Reyðarfirði, Eskifirði eða Norðfirði. Slíkt sé bagalegt, eins og það er orðað í fundargerðinni.

Þóroddi Helgasyni fræðslustjóra var falið að kanna hversu fjölbreytt hljóðfærakennsla væri í tónlistarskólum Fjarðabyggðar og einnig hversu mikið aðgengi nemendur hefðu að æfingaaðstöðu í skólunum og félagsmiðstöðvum. Kom í ljós að hljóðfæranám er mjög fjölbreytt og kennt á fjölmörg hljóðfæri.

Aðstaða til æfinga er í öllum skólum á meðan þeir eru opnir og æfa nemendur sig þar í nokkrum mæli.

Engin aðstaða sé til hljómsveitaæfinga eftir að klukkan slái 17.00 á daginn, en tímabundið hefur verið hægt að æfa í félagsmiðstöðvunum. Fram kom að slík aðstaða væri til staðar en mikilvægt væri að umgengni væri góð og traust á milli þeirra sem æfa og forstöðumanna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×