Innlent

Ferðafólk villist í Glæsibæ í leit sinni að Bláa lóninu

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Hið eina sanna Bláa lón er skammt frá Grindavík.
Hið eina sanna Bláa lón er skammt frá Grindavík. vísir/gva
Ferðamenn koma nokkuð reglulega í Glæsibæ til að fara í Bláa lónið. Því miður fyrir þá er ekkert heimsfrægt blátt lón þar heldur aðeins samstarfsaðili þess, Hreyfing og Blue Lagoon Spa.

Sé Blue Lagoon slegið inn í kortaleit Google bætist yfirleitt Spa fyrir aftan og leiðbeinir fólki í Glæsibæ þar sem heill heimur af heilsu og dekri er í boði en minna um blátt lón. Samkvæmt svörum Blue Lag­oon Spa eru erlendir ferðamenn sem hringja og panta dekur, látnir vita að í Glæsibæ sé ekkert blátt lón, til að fyrirbyggja allan misskilning.

Ferðamannastraumur er ekki stríðum straumum í Glæsibæ en þó koma alltaf einhverjir ferðamenn, tilbúnir að dýfa sér í hina margfrægu heilsulind en verða hissa þegar þeir sjá líkamsræktarstöð.

Samkvæmt svörum Blue Lagoon Spa er þetta ekki daglegt vandamál og starfsmenn þar eru meira en lítið fúsir að leiðbeina villtum ferðamönnum í rétta átt að hinu eina sanna Bláa lóni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×