Óraunverulegt að kveðja Birnu Snærós Sindradóttir skrifar 28. janúar 2017 07:00 Matthildur Soffía Jónsdóttir og María Bjarnadóttir, vinkonur Birnu Brjánsdóttur, segja það óraunverulegt að hún sé farin fyrir fullt og allt. Vísir/Ernir Birna lifði alltaf bara í núinu og hafði gaman af. Það þurfti ekki alltaf að skipuleggja hlutina í þaula og hún gat aldrei planað fram í tímann,“ segir María Bjarnadóttir, æskuvinkona Birnu Brjánsdóttur. Birna hvarf laugardagsmorguninn 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag. Vinkonur hennar, María og Matthildur Soffía Jónsdóttir, vilja að Birnu verði minnst sem stelpunnar sem hún raunverulega var, en ekki bara fyrir það sem kom fyrir hana. „Ég er svona týpa sem er alltaf út um allt, og á oft erfitt með að taka ákvarðanir, en þegar ég kynntist Birnu kenndi hún mér að slaka á. Bara lifa í núinu,“ segir Matthildur. Þær Birna kynntust fyrir þremur árum en hafa varið nærri hverjum einasta degi saman síðan í sumar þegar þær smullu skyndilega sem bestu vinkonur. María og Birna kynntust hins vegar við þriggja ára aldurinn og bjuggu nálægt hvor annarri. Birna kynnti Maríu og Matthildi. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en þetta var alltaf bara Birna og María. Auðvitað áttum við fleiri vini en mér finnst eins og það hafi alltaf verið við, einhvern veginn. Við Matta kynntumst svo í gegnum Birnu. Hún var alltaf að kynna vini sína hverja fyrir öðrum,“ segir María.Einlæg, hógvær, þakklát María nefnir hvað það hafi verið gaman að hrósa Birnu því hún hafi alltaf verið svo einlæglega glöð. „Já, hún var rosalega hógvær. Hún var líka alveg rosalega þakklát. Besta dæmið er eiginlega þegar ég gaf henni einhverja bleika sokka upp úr þurru og hún var alveg ótrúlega hissa. Viðbrögð hennar kenndu mér að maður er ekki nógu þakklátur. En hún var alltaf svo einlæglega þakklát,“ segir Matthildur. Birna fann sig ekki í menntaskóla og flakkaði úr Kvennaskólanum, yfir í Tækniskólann og þaðan í Fjölbraut í Ármúla þar til hún ákvað að fara bara að vinna. Hún sæi ekki tilganginn í að sitja á skólabekk á meðan hún vissi ekki hvað hana langaði að læra. „Hana langaði aðallega að ferðast og sjá heiminn. Í lok síðasta árs vorum við að tala um að okkur langaði að fara til Bandaríkjanna saman og hún vildi eiginlega bara fara strax. Við Matta sögðum að það gengi ekki því við þyrftum að safna fyrir ferðinni og gætum ekki bara stokkið upp í flugvél og farið. Svo ég stakk upp á því að við færum um páskana en Birnu fannst rosalega langt í það. Við ætluðum að fara þrjár saman bráðum.“Róleg í tíðinni Þær lýsa Birnu þannig að hún hafi verið félagslynd og átt auðvelt með að tala við alla en hún hafi samt fyrst og fremst átt fáa mjög góða vini og síðan ótal kunningja. „Hún treysti ekkert hverjum sem er. Hún var alveg varkár þó að hún væri hugrökk og mjög mikill mannþekkjari,“ segir Matthildur. „Birna var alveg vandlát á það fólk sem hún var með. Hún valdi þá sem hún hafði í hringnum sínum þó að hún gæti talað við hvern sem er.“ María segir að þó að Birna hafi verið félagsvera þá hafi ekki verið mikið útstáelsi á henni. „Við vorum ekki að djamma mikið fyrr en við vorum komnar með aldur til. Sem barn var hún ótrúlega skemmtileg og sjálfstæð en við vorum mikið að slappa af saman og skoða kisurnar hennar. Seinna átti hún kærasta í Ameríku í tvö ár og af því að það var tímamismunur þá var hún oftast heima á kvöldin að Skype-a við hann. En þegar þau hættu saman varð hún duglegri að koma út. Hún sagði að hún nennti ekki að vera heima lengur en okkur fannst ótrúlega gott að tjilla saman. Okkur fannst fínt að gera bara ekki neitt.“ Birna hafi verið afslöppuð í fatavali og ekki stressað sig um of á útlitinu. „Ef við fórum í bæinn þá var ekki séns að hún færi í pilsi eða kjól. Hún var alltaf í buxum og hettupeysu,“ segir María. „Já, það var eitt kvöld sem hún skvísaði sig í gang. Ég lánaði henni einhvern tíma kjól og háhælaða skó sem hún fór í niður í bæ en henni fannst það mjög utan síns þægindahrings. Hún var samt algjör bomba. Oftast var hún samt bara afslöppuð í klæðaburði og mjög svöl,“ segir Matthildur.María, Birna og Matthildur saman á skemmtistaðnum Prikinu.Gjafmildur húmoristi Séu samfélagsmiðlar skoðaðir sést að í því efni sem Birna deildi voru brandarar og grín áberandi. „Það var hægt að hlæja að öllu með henni. Þegar hún kom heim til mín tókst henni alltaf að koma öllum í gott skap,“ lýsir Matthildur. „Svo var hún alltaf að freista manns með einhverjum mat. Bjóðast til að sjóða handa manni pasta eða eitthvað. Hún var alveg rosalega gjafmild og alls ekki nísk.“ Það skín í gegn þegar vinkonurnar lýsa Birnu að hún hafi verið að mestu leyti áhyggjulaus og ekki stressað sig um of á hlutunum. María lýsir því til dæmis þegar Birna ætlaði að sækja hana til að fara út á lífið. „Það var orðið frekar hljótt í götunni minni því þetta var eftir miðnætti en ég heyrði í henni með tónlistina í botni í bílnum koma niður eftir allri götunni. Þegar við ætluðum svo að leggja í bílakjallara, bakkaði hún bílnum af krafti, rak hann í og tók af hliðarspegilinn. Við Matta vorum bara „ó mæ god, hvað heldurðu að pabbi þinn segi?“ en Birna var bara afslöppuð, sagði okkur að slaka á og að við myndum bara spá í það seinna.“ Matthildur æfir dans af miklum krafti. „Birna elskaði líka að dansa og svo hafði hún rosalegan áhuga á að horfa á mig dansa sem mér þótti ótrúlega fallegt. Ég átti vinkonur sem mættu aldrei á sýningar hjá mér en Birna kom þó að ég byði henni ekki. Hún sýndi manni stuðning í öllu sem mig langaði að gera.“ María hefur svipaða sögu að segja. „Ég hafði gaman af því að syngja og Birna var alltaf að hvetja mig áfram til að skrá mig í hinar og þessar keppnir eða setja myndband af mér að syngja á YouTube. Fyrir utan mömmu var hún örugglega mesti aðdáandi minn. Einu sinni bað hún mig um að senda sér upptöku af mér að syngja. Hún vildi svo mikið koma mér á framfæri að hún tók sjálfa sig upp að mæma við lagið því að hún vissi að mér þætti óþægilegt að birta myndbandið sjálf. Hún vildi manni alltaf svo vel.“Óraunverulegt að kveðja Þúsundir hafa boðað komu sína í göngu til minningar um Birnu sem gengin verður frá Hlemmi í dag klukkan fjögur. Hugmyndin er að leggja blóm að Laugavegi 31, þar sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum lögreglunnar. Vinkonur hennar segjast þakklátar fyrir þennan mikla áhugi og velvilja í garð Birnu. „Mér finnst eins og þjóðin sé að upplifa þetta sterkar en við sem stóðum henni næst því að þetta er enn svo óraunverulegt fyrir okkur. Hún var besta vinkona okkar. Að segja upphátt að besta vinkona okkar hafi verið myrt er ekki raunverulegt og verður aldrei raunverulegt. Kannski er öll þjóðin að upplifa að þetta hefði getað verið systir þeirra eða bróðir, en ef Birna hefði verið systir þeirra þá liði þeim öðruvísi,“ segir Matthildur. María segist enn bíða eftir því að Birna hringi í sig. „Svo eru bara litlu hlutirnir. Ég var að lesa samtal sem við áttum á MSN fyrir milljón árum og þá vorum við að tala um hvað við ætluðum að gera þegar við verðum gamlar. Það stingur.“ Matthildur segist ekki trúa því að hún muni sætta sig við þetta. „Maður hélt að við hefðum allan tíma í heiminum. Hún var æðisleg vinkona og rosalega opin. Það er svo skrýtið að þetta sé allt farið. Ég hélt að við hefðum alla framtíðina en maður veit aldrei hvað maður hefur.“ Þær segjast fyrst og fremst þakklátar fyrir að Birna hafi kynnt þær. „Ég kann ótrúlega mikið að meta að Birna hafi kynnt mig fyrir Möttu. Ég sé svo mikið af Birnu í henni því húmorinn hennar var svo einstakur og við þrjár tengdumst þannig,“ segir María. Matthildur tekur undir. „Ég er líka geðveikt þakklát fyrir Maríu. Ef það væri ekki fyrir hana þá væri þetta allt billjón sinnum erfiðara.“ Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira
Birna lifði alltaf bara í núinu og hafði gaman af. Það þurfti ekki alltaf að skipuleggja hlutina í þaula og hún gat aldrei planað fram í tímann,“ segir María Bjarnadóttir, æskuvinkona Birnu Brjánsdóttur. Birna hvarf laugardagsmorguninn 14. janúar og fannst látin síðastliðinn sunnudag. Vinkonur hennar, María og Matthildur Soffía Jónsdóttir, vilja að Birnu verði minnst sem stelpunnar sem hún raunverulega var, en ekki bara fyrir það sem kom fyrir hana. „Ég er svona týpa sem er alltaf út um allt, og á oft erfitt með að taka ákvarðanir, en þegar ég kynntist Birnu kenndi hún mér að slaka á. Bara lifa í núinu,“ segir Matthildur. Þær Birna kynntust fyrir þremur árum en hafa varið nærri hverjum einasta degi saman síðan í sumar þegar þær smullu skyndilega sem bestu vinkonur. María og Birna kynntust hins vegar við þriggja ára aldurinn og bjuggu nálægt hvor annarri. Birna kynnti Maríu og Matthildi. „Ég veit ekki hvernig ég á að orða það en þetta var alltaf bara Birna og María. Auðvitað áttum við fleiri vini en mér finnst eins og það hafi alltaf verið við, einhvern veginn. Við Matta kynntumst svo í gegnum Birnu. Hún var alltaf að kynna vini sína hverja fyrir öðrum,“ segir María.Einlæg, hógvær, þakklát María nefnir hvað það hafi verið gaman að hrósa Birnu því hún hafi alltaf verið svo einlæglega glöð. „Já, hún var rosalega hógvær. Hún var líka alveg rosalega þakklát. Besta dæmið er eiginlega þegar ég gaf henni einhverja bleika sokka upp úr þurru og hún var alveg ótrúlega hissa. Viðbrögð hennar kenndu mér að maður er ekki nógu þakklátur. En hún var alltaf svo einlæglega þakklát,“ segir Matthildur. Birna fann sig ekki í menntaskóla og flakkaði úr Kvennaskólanum, yfir í Tækniskólann og þaðan í Fjölbraut í Ármúla þar til hún ákvað að fara bara að vinna. Hún sæi ekki tilganginn í að sitja á skólabekk á meðan hún vissi ekki hvað hana langaði að læra. „Hana langaði aðallega að ferðast og sjá heiminn. Í lok síðasta árs vorum við að tala um að okkur langaði að fara til Bandaríkjanna saman og hún vildi eiginlega bara fara strax. Við Matta sögðum að það gengi ekki því við þyrftum að safna fyrir ferðinni og gætum ekki bara stokkið upp í flugvél og farið. Svo ég stakk upp á því að við færum um páskana en Birnu fannst rosalega langt í það. Við ætluðum að fara þrjár saman bráðum.“Róleg í tíðinni Þær lýsa Birnu þannig að hún hafi verið félagslynd og átt auðvelt með að tala við alla en hún hafi samt fyrst og fremst átt fáa mjög góða vini og síðan ótal kunningja. „Hún treysti ekkert hverjum sem er. Hún var alveg varkár þó að hún væri hugrökk og mjög mikill mannþekkjari,“ segir Matthildur. „Birna var alveg vandlát á það fólk sem hún var með. Hún valdi þá sem hún hafði í hringnum sínum þó að hún gæti talað við hvern sem er.“ María segir að þó að Birna hafi verið félagsvera þá hafi ekki verið mikið útstáelsi á henni. „Við vorum ekki að djamma mikið fyrr en við vorum komnar með aldur til. Sem barn var hún ótrúlega skemmtileg og sjálfstæð en við vorum mikið að slappa af saman og skoða kisurnar hennar. Seinna átti hún kærasta í Ameríku í tvö ár og af því að það var tímamismunur þá var hún oftast heima á kvöldin að Skype-a við hann. En þegar þau hættu saman varð hún duglegri að koma út. Hún sagði að hún nennti ekki að vera heima lengur en okkur fannst ótrúlega gott að tjilla saman. Okkur fannst fínt að gera bara ekki neitt.“ Birna hafi verið afslöppuð í fatavali og ekki stressað sig um of á útlitinu. „Ef við fórum í bæinn þá var ekki séns að hún færi í pilsi eða kjól. Hún var alltaf í buxum og hettupeysu,“ segir María. „Já, það var eitt kvöld sem hún skvísaði sig í gang. Ég lánaði henni einhvern tíma kjól og háhælaða skó sem hún fór í niður í bæ en henni fannst það mjög utan síns þægindahrings. Hún var samt algjör bomba. Oftast var hún samt bara afslöppuð í klæðaburði og mjög svöl,“ segir Matthildur.María, Birna og Matthildur saman á skemmtistaðnum Prikinu.Gjafmildur húmoristi Séu samfélagsmiðlar skoðaðir sést að í því efni sem Birna deildi voru brandarar og grín áberandi. „Það var hægt að hlæja að öllu með henni. Þegar hún kom heim til mín tókst henni alltaf að koma öllum í gott skap,“ lýsir Matthildur. „Svo var hún alltaf að freista manns með einhverjum mat. Bjóðast til að sjóða handa manni pasta eða eitthvað. Hún var alveg rosalega gjafmild og alls ekki nísk.“ Það skín í gegn þegar vinkonurnar lýsa Birnu að hún hafi verið að mestu leyti áhyggjulaus og ekki stressað sig um of á hlutunum. María lýsir því til dæmis þegar Birna ætlaði að sækja hana til að fara út á lífið. „Það var orðið frekar hljótt í götunni minni því þetta var eftir miðnætti en ég heyrði í henni með tónlistina í botni í bílnum koma niður eftir allri götunni. Þegar við ætluðum svo að leggja í bílakjallara, bakkaði hún bílnum af krafti, rak hann í og tók af hliðarspegilinn. Við Matta vorum bara „ó mæ god, hvað heldurðu að pabbi þinn segi?“ en Birna var bara afslöppuð, sagði okkur að slaka á og að við myndum bara spá í það seinna.“ Matthildur æfir dans af miklum krafti. „Birna elskaði líka að dansa og svo hafði hún rosalegan áhuga á að horfa á mig dansa sem mér þótti ótrúlega fallegt. Ég átti vinkonur sem mættu aldrei á sýningar hjá mér en Birna kom þó að ég byði henni ekki. Hún sýndi manni stuðning í öllu sem mig langaði að gera.“ María hefur svipaða sögu að segja. „Ég hafði gaman af því að syngja og Birna var alltaf að hvetja mig áfram til að skrá mig í hinar og þessar keppnir eða setja myndband af mér að syngja á YouTube. Fyrir utan mömmu var hún örugglega mesti aðdáandi minn. Einu sinni bað hún mig um að senda sér upptöku af mér að syngja. Hún vildi svo mikið koma mér á framfæri að hún tók sjálfa sig upp að mæma við lagið því að hún vissi að mér þætti óþægilegt að birta myndbandið sjálf. Hún vildi manni alltaf svo vel.“Óraunverulegt að kveðja Þúsundir hafa boðað komu sína í göngu til minningar um Birnu sem gengin verður frá Hlemmi í dag klukkan fjögur. Hugmyndin er að leggja blóm að Laugavegi 31, þar sem Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum lögreglunnar. Vinkonur hennar segjast þakklátar fyrir þennan mikla áhugi og velvilja í garð Birnu. „Mér finnst eins og þjóðin sé að upplifa þetta sterkar en við sem stóðum henni næst því að þetta er enn svo óraunverulegt fyrir okkur. Hún var besta vinkona okkar. Að segja upphátt að besta vinkona okkar hafi verið myrt er ekki raunverulegt og verður aldrei raunverulegt. Kannski er öll þjóðin að upplifa að þetta hefði getað verið systir þeirra eða bróðir, en ef Birna hefði verið systir þeirra þá liði þeim öðruvísi,“ segir Matthildur. María segist enn bíða eftir því að Birna hringi í sig. „Svo eru bara litlu hlutirnir. Ég var að lesa samtal sem við áttum á MSN fyrir milljón árum og þá vorum við að tala um hvað við ætluðum að gera þegar við verðum gamlar. Það stingur.“ Matthildur segist ekki trúa því að hún muni sætta sig við þetta. „Maður hélt að við hefðum allan tíma í heiminum. Hún var æðisleg vinkona og rosalega opin. Það er svo skrýtið að þetta sé allt farið. Ég hélt að við hefðum alla framtíðina en maður veit aldrei hvað maður hefur.“ Þær segjast fyrst og fremst þakklátar fyrir að Birna hafi kynnt þær. „Ég kann ótrúlega mikið að meta að Birna hafi kynnt mig fyrir Möttu. Ég sé svo mikið af Birnu í henni því húmorinn hennar var svo einstakur og við þrjár tengdumst þannig,“ segir María. Matthildur tekur undir. „Ég er líka geðveikt þakklát fyrir Maríu. Ef það væri ekki fyrir hana þá væri þetta allt billjón sinnum erfiðara.“
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sjá meira