Innlent

Þyrlan leitar í dag og björgunarsveitir á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ekki hefur spurst til Arturs frá því um mánaðamótin.
Ekki hefur spurst til Arturs frá því um mánaðamótin. Vísir/Eyþór
Leit að Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni sem saknað hefur verið síðan um mánaðamótin, verður framhaldið í dag, samkvæmt ákvörðun Landsbjargar og lögreglu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun leita Arturs í dag en ef sú leit ber ekki árangur munu björgunarsveitir leita á morgun. Verður þá leitað frá Gróttu að Kópavogshöfn. Björgunarsveitarmenn munu ganga fjörur og bátar leita af sjó.

Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins ágætlega, en unnið hefur verið að því að afla gagna og yfirfara þau. Málið er rannsakað sem mannshvarf og lögregla segir ekki grun á refsiverðri háttsemi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×