Þegar þessi frétt er skrifuð hefur lagið um 250.000 þúsund áhorf á YouTube-síðunni og um eitt þúsund athugasemdir.
Svala fær frábær viðbrögð og má lesa setningar eins og:
„Röddin hennar minnir mig á Robyn“
„Þetta lag er ótrúlega vanmetið“
„Verið velkomin aftur í úrslitakvöldið Ísland“ og „Að þessu sinni á Íslands svo sannarlega skilið að fara alla leið í úrslit.“
„Ég elska þetta lag, Svala er svo ótrúlega góð“
„Ég er algjörlega heltekinn af þessu lagi.“
Penny Antonakaki, YouTube-notandi, spáir þessu svona:
1. Belgium
2. Denmark
3. Azerbaijan
4. Sweden
5. Hungary
6. Greece
7. Iceland
„Þetta lag er töfrum líkast, algjörlega magnað.“
„Sigurvegari Eurovision 2017.“
„Til hamingju með þetta meistaraverk. Sjáumst á úrslitakvöldinu.“
Eyrnalokkar Svölu vekja einnig mikla athygli en hún er með fallega hringlaga lokka í myndbandinu. Ísland hefur ekki komist í úrslitakvöldið tvö ár í röð í keppninni en Svala stígur á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Kænugarði.