Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 15:35 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst. Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst.
Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00