Post Malone með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 10:04 Malone á leiðinni til landsins. Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eitt allra heitasta nýstirni popp- og hip hop senunnar Post Malone er á leiðinni til landsins og mun hann koma fram í Silfurbergi, Hörpu, þann 11. júlí, ásamt tveimur íslenskum upphitunarböndum sem tilkynntar verða síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Post Malone er sjóðandi heitt nafn þessa dagana en hann hefur slegið rækilega í gegn með lögum á borð við Congratulations og White Iverson auk þess sem hann hitaði víða upp fyrir vin sinn Justin Bieber á ferðalagi hans um heiminn á síðasta ári. Lagið White Iverson er sannkallaður risasmellur; náði 1. sæti á Rhythm Radio listanum, er þreföld-platínum smáskífa, hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo. Hans fyrsta plata í fullri lengd, Stoney, leit svo dagsins ljós 9. desember 2016. Í dag er hann nýkominn af Justin Bieber heimstúrnum og ferðast nú um allan heim með helling af glænýju efni.- Aðeins 1.200 miðar eru í boði og er miðaverð er 9.990 kr. Miðasala hefst fimmtudaginn 12. apríl kl. 10 á Harpa.is/malone. Póstlistaforsala Senu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 11. apríl kl. 10. Fá þá allir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, degi áður en almenn sala hefst. Ath; takmarkað magn miða í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira