Innlent

Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm
Mistök hafa verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu.

Verið er að skoða hvernig mistökin eru til komin, en í bréfi frá Orkurannsóknum til Umhverfisstofnunar segir að vitað sé að kerfisskekkja geti átt sér stað við mælingar þannig að 3-4-föld hækkun hafi orðið á öllum mælingum.

Bréfið má sjá hér neðst í fréttinni.

Ástæða þess að rýnt var í niðurstöður mælinganna er hve mikil hækkun mengunarefna hefur mælst á tímabili þegar nánast engin starfsemi var í verksmiðjunni.

Niðurstöður mælinga á ryksýnum sem tekin voru í mælistöðinni við Hólmbergbraut voru bornar saman við efnagreiningar á ryki frá útblæstri kísilverksmiðju United Silicon. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að samanburðurinn sýni allt að 57 sinnum meira magn þessara efna í ryksýnunum en það sem mælist í ryki frá verksmiðjunni.


Tengdar fréttir

Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun

„Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfis­stofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×