Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 30. mars 2017 07:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar