Af þeim bílum sem víst er að margir munu sjá á eftir en hætt hefur verið við framleiðslu á þessu ári eru til dæmis Volkswagen CC, Eos og Scirocco, BMW Z4, Volvo S80 Rolls Royce Phantom, Mitsubishi Lancer, Subaru WRX STI sem hætt verður að framleiða fyrir Evrópumarkað, Dodge Viper, Chevrolet SS og Honda Accord Coupe.
Líklega er minni eftirsjá eftir Mitsubishi iMiEV, Honda CR-Z, Subaru Crosstrek Hybrid, Chevrolet Spark EV, Chrysler 200, Cadillac ELR, Cadillac SRX, Chrysler Town and Country, Dodge Dart, Jeep Patriot, Mercedes Benz B-Class Electric Drive, Lincoln MKS og Buick Verano. Um eftirsjána eru örugglega skiptar skoðanir, en víst er þó að hér er um að ræða býsna margar bílgerðir.

