Stafar enn ógn af starfsemi ISIS Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Þessar afgönsku konur voru í heljargreipum sorgarinnar eftir hryðjuverkaárás gærdagsins þegar fjórir tugir Afgana létust í sprengingu. vísir/afp Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“ Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst tökin á megninu af því landsvæði sem þau héldu í Írak og Sýrlandi, hinu svokallaða kalífadæmi, eru þau enn fullfær um að gera skæðar hryðjuverkaárásir. Það sást greinilega í gær þegar samtökin lýstu því yfir á miðli sínum, Amaq, að þau hefðu ráðist á menningarmiðstöð sjíamúslima, Tabaya, í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Að minnsta kosti 41 fórst í árásinni og rúmlega 80 særðust þegar ISIS-liði sprengdi sig í loft upp. Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því að tvær sprengingar hefðu fylgt í kjölfarið. Þær hafi þó ekki orðið neinum að bana. Afganski miðillinn Afghan Voice er með skrifstofur sínar á sama svæði og Tabaya og fórst einn blaðamaður í árásinni og tveir særðust. Þetta er ekki fyrsta árás ISIS á sjíamúslima í Vestur-Kabúl. Slíkar árásir hafa verið nokkuð tíðar undanfarið og samkvæmt greinendum BBC er óttast að með þeim séu skæruliðarnir að reyna að hrinda af stað átökum á milli sjía- og súnnímúslima á svæðinu. Nú þegar megi greina óánægju á meðal sjíamúslima með ríkisstjórn forsetans Ashraf Ghani. Þeim þyki mörgum hverjum hann ekki gera nóg til að vernda trúflokkinn. ISIS greindi frá stofnun svokallaðrar Khorasan-deildar kalífadæmisins í janúar 2015, en Khorasan er gamalt heiti á Afganistan. Á fyrstu vikum og mánuðum hinnar nýju deildar gekk vel. Landsvæði vannst í austur- og norðurhlutum landsins. Það hefur þó að miklu leyti tapast vegna aðgerða afganska hersins sem og Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins. Nú, líkt og í Sýrlandi og Írak, heldur ISIS afar litlu landsvæði í Afganistan og hefur brugðið á það ráð að beita skæruhernaði. Á milli 1.000 og 5.000 ISIS-liðar eru eftir í landinu. Til samanburðar greindi Reuters frá því í vikunni að álíka margir væru eftir í Sýrlandi. Árið sem er að líða hefur ekki verið ár ISIS. Borgirnar Rakka og Mósúl, höfuðvígin í Sýrlandi og Írak, hafa tapast. Ljóst er að kalífadæmið svokallaða er í molum en eins og árásin í gær sýnir eru samtökin þó enn fullfær um að valda gríðarlegu tjóni. „Þau eru eins og villiköttur sem króaður hefur verið af. Hann ræðst á hvern sem er og hvað sem er til þess að reyna að bjarga sjálfum sér,“ sagði Peter Vincent, sérfræðingur á sviði hryðjuverkavarna og fyrrverandi starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, við NBC News á miðvikudag. Hann sagði jafnframt að stríðið gegn ISIS væri ekki unnið. Það tæki fjölda ára til viðbótar og margir almennir borgarar gætu týnt lífinu í millitíðinni. Þá reyndi ISIS núna að beina sjónum sínum að Jemen, Tsjad, Malí og Suður-Filippseyjum. Þar gætu vígamenn samtakanna fundið andrými og þar væri hægt að gera árásir. Í sömu frétt miðilsins sagði Richard Barrett, fyrrverandi yfirmaður hryðjuverkavarna hjá bresku leyniþjónustunni MI6, að fall kalífadæmisins myndi þó hamla nýliðun. Ekki væri lengur hægt að selja hugsjónina um hið fullkomna íslamska ríki. „Margir gengu til liðs við samtökin til þess að verða hluti af einhverju raunverulegu, ekki einhverju hugsanlegu.“
Birtist í Fréttablaðinu Írak Sýrland Tjad Tengdar fréttir Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52 Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49 ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Tugir látnir eftir röð sjálfsmorðsárása Að minnsta kosti fjörutíu létu lífið og þrjátíu særðust í sjálfsmorðsárás í vesturhluta Kabúl höfuðborgar Afganistans í morgun. 28. desember 2017 07:52
Mannskæð sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl Á meðal þeirra sem féllu var kona sem var í bíl sem átti leið fram hjá þegar hryðjuverkamaðurinn sprengdi sig í loft upp. 25. desember 2017 08:49
ISIS-liðar „skjóta upp höfðinu eins og gorkúlur“ í Afganistan Íslensk kona sem starfar sem fjölmiðlafulltrúi NATO í Afganistan segir ástandið í landinu sífellt verða flóknara. Árásirnar hafi orðið stærri og alvarlegri og ekki sjái fyrir endann á átökum í landinu í bráð. 28. desember 2017 20:00