Lífið

Þriðja Sex and the city myndin verður ekki að veruleika

Charlotte, Carrie, Miranda og Samantha munu ekki sjást á hvíta tjaldinu aftur.
Charlotte, Carrie, Miranda og Samantha munu ekki sjást á hvíta tjaldinu aftur. Vísir/getty
Sarah Jessica Parker sem fór með hlutverk Carrie Bradshaw í Sex and the city þáttaröðunum og tveimur bíómyndum staðfesti í dag að þriðja bíómyndin verði ekki að veruleika.

Fyrsta Sex and the city myndin kom út árið 2008 eftir sex farsælar þáttaraðir. Seinni myndin kom svo út árið 2010 og hafa aðdáendur þáttanna beðið og vonað að þriðja myndin líti dagsins ljós. Nú er öll von úti.

Í desember á síðasta ári var tilkynnt að handrit fyrir þriðju myndina hefði verið samþykkt og að allar aðalleikonurnar hefðu fallist á að endurvekja sögupersónur sínar.

Slúðurpressan segir ástæðu þess að hætt var við framleiðslu myndarinnar vera að leikkonan Kim Cattrall, sem fór með hlutverk hinnar kynþokkafullu Samantha Jones, hafi verið með óraunhæfar kröfur.

Kim Cattrall hefur þó svarað fullum hálsi. „Vaknaði við skítastorm. Eina ‚krafan‘ sem ég gerði var að ég vildi ekki gera þriðju myndina og það var árið 2016,“ sagði Kim á Twitter aðgangi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.