Stöðnun er ekki ávísun á stöðugleika Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi kosningabaráttu verður hugtakinu stöðugleiki teflt fram með föðurlegu ívafi af flokkum sem telja að kosning allra flokka undir áttræðu boði ekkert nema upplausn og glundroða. Að minnsta áhættan felist í því að veðja á engar breytingar, meira bákn og flókinn strúktúr undir merkjum stöðugleika. Það má vel vera að þannig hafi þetta verið á árum áður en þeir tímar koma vonandi ekki aftur. Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok og stóru blokkirnar í pólitík standa eftir hálftómar og með mikla þörf fyrir viðhald. Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn. Stöðugleikinn fæst nefnilega miklu frekar með því að vanda sig og þroskast í takti við margbreytilegan heim. Í því felst ekki upplausn heldur heilbrigð skynsemi. Þar standa margir nýju flokkanna stöðugri fótum en hinir enda frjálsari og opnari fyrir nútímanum. Stærðin skiptir nefnilega ekki alltaf máli heldur miklu frekar stefna og sveigjanleiki. Og hugrekki til að breytast og þroskast. Ein helsta áskorun stjórnmálanna er að hreyfa við kerfum, hvaða nafni sem þau nefnast, þannig að um þau skapist aukin sátt og traust á meðal almennings. Að sama skapi eru þeir sem mest eru andsnúnir slíkum breytingum að jafnaði þeir sem mest tala um stöðugleika. Gagnvart gylliboðum um slíkan stöðugleika þarf að vera á varðbergi. Loforð um stöðugleika felur í sér óstöðugleika ef það byggir á því að standa vörð um sérhagsmuni framar almannahagsmunum. Því fyrr sem við áttum okkur á því að samfélagið er fyrir okkur öll en ekki bara sum, þeim mun fyrr næst hinn raunverulegi stöðugleiki.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmaður Viðreisnar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun