Bæði Íslandsmetin voru áður í eigu Hafþórs Harðarsonar voru orðin sex og tíu ára gömul.
Arnar Davíð átti frábært kvöld þar sem hann spilaði á 1352 í fimm leikjum eða 270,4 að meðaltali. Í þessari fimm leikja röð gerði hann sér lítið fyrir og bætti tvö Íslandsmet það er bæði Íslandsmeti í fjögurra og fimm leikja röð.
Fyrra metið, 1069 í fjögurra leikja röð, var sett af Hafþóri Harðarsyni árið 2011 en Arnar bætti það um 25 pinna, þegar hann spilaði á 1094. Hafþór átti einni metið í fimm leikja röð sem var 1284 en Arnar bætti það um heila 68 pinna og spilaði á 1352.
Arnar býr sig nú undir stórt mót í Svíþjóð, AIK International, sem haldið er í Stokkhólmi þessa dagana og lýkur um næstu helgi. Gaman verður að fylgjast með honum þar en Magnús Guðmundsson mun einnig spila í mótinu.