Sekta Nesfisk vegna gruns um verkfallsbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2017 16:34 Magnús segir að skipstjóri og vélstjórar um borð í Sigurfara vinni önnur störf um borð. vísir/eyþór Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis telur að verkfallsbrot hafi verið framin um borð í tveimur skipum Nesfisks í dag.RÚV greinir frá málinu. Þar er haft eftir Magnúsi S. Magnússyni, formanni verkalýðsfélagsins, að nær öruggt sé að verkfallsbrot hafi verið framin um borð í Sigurfara GK 128 því að ljóst sé að skipstjóri og vélstjórar vinni önnur störf. Verið sé að kanna málin um borð í skipinu Sigga Bjarna. Magnús segir að skipstjóranum um borð í Sigurfara hafi verið tilkynnt um að honum sé skylt að hafa matsvein um borð. Hann sé hins vegar í verkfalli og að það sé verkfallsbrot að fara án hans á sjó. Þá séu skipstjórar og vélstjórar um borð í Sigurfara að vinna önnur störf, en þeir eru ekki í verkfalli líkt og sjómenn. Fréttastofa náði ekki tali af Magnúsi, né skipstjóra um borð í Sigurfara. Björgvin V. Færseth, skipstjóri á Sigga Bjarna, segir í samtali við fréttastofu að allir um borð séu í félagi skipstjóra og stýrimanna, þar með talinn matsveinninn. Því hafi enginn um borð brotið af sér. Hann hafði ekki heyrt frá verkalýðsfélaginu þegar Vísir náði af honum tali. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Nesfisks við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Útgerðin Nesfiskur verður í dag sektuð um rúma hálfa milljón króna vegna meintra verkfallsbrota. Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis telur að verkfallsbrot hafi verið framin um borð í tveimur skipum Nesfisks í dag.RÚV greinir frá málinu. Þar er haft eftir Magnúsi S. Magnússyni, formanni verkalýðsfélagsins, að nær öruggt sé að verkfallsbrot hafi verið framin um borð í Sigurfara GK 128 því að ljóst sé að skipstjóri og vélstjórar vinni önnur störf. Verið sé að kanna málin um borð í skipinu Sigga Bjarna. Magnús segir að skipstjóranum um borð í Sigurfara hafi verið tilkynnt um að honum sé skylt að hafa matsvein um borð. Hann sé hins vegar í verkfalli og að það sé verkfallsbrot að fara án hans á sjó. Þá séu skipstjórar og vélstjórar um borð í Sigurfara að vinna önnur störf, en þeir eru ekki í verkfalli líkt og sjómenn. Fréttastofa náði ekki tali af Magnúsi, né skipstjóra um borð í Sigurfara. Björgvin V. Færseth, skipstjóri á Sigga Bjarna, segir í samtali við fréttastofu að allir um borð séu í félagi skipstjóra og stýrimanna, þar með talinn matsveinninn. Því hafi enginn um borð brotið af sér. Hann hafði ekki heyrt frá verkalýðsfélaginu þegar Vísir náði af honum tali. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Nesfisks við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30 Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00 Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11 Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stál í stál í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðarmanna Allt stefnir í að sjómenn verði í verkfalli fram á næsta ár. Stál í stál er í kjaraviðræðum þeirra og útgerðarmanna og samninganefndir munu ekki funda aftur fyrr en eftir áramótin. Fiskvinnsla hefur þegar stöðvast víða um land. 20. desember 2016 18:30
Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Verkfall sjómanna og vonskuveður á miðum hefur haft þær afleiðingar að lítill sem enginn fiskur er til sölu á fiskmörkuðum. Eigandi veitingastaðar segist frekar ætla að loka en að bjóða upp á frosinn fisk. Slæm veðurspá í kortunum. 29. desember 2016 07:00
Sjómannadeild Framsýnar gagnrýnir útgerðarfyrirtæki harðlega Sjómannadeild Framsýnar kallar eftir því að samningar verði gerðir við sjómenn. 28. desember 2016 20:11
Fiskvinnslur í þrot ef verkfallið dregst áfram Formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda segir fiskvinnslur hafa þurft að segja upp fólki vegna verkfalls sjómanna. Hann skorar á aðila að útkljá deiluna sem fyrst en óttast lög á verkfallið sem hófst þann fjórtánda desember. 3. janúar 2017 07:00