Erlent

Trump gagnrýnir þingmenn Repúblikana

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump segir önnur mál mun meira aðkallandi.
Donald Trump segir önnur mál mun meira aðkallandi. Vísir/AFP
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins fyrir ákvörðun þeirra að veikja einingu á vegum þingsins sem rannsakar siðferðisleg álitamál sem snúa að þingmönnum.

Samkvæmt tillögunum, sem Repúblikanar á þingi hafa samþykkt, myndi einingin (Office of Congressional Ethics), sem nú er sjálfstæð, heyra beint undir eina að nefndum þingsins.

Í frétt BBC segir að þingmenn komi saman síðar í dag til að greiða atkvæði atkvæði um tillöguna, en Repúblikanar eru í meirihluta á þinginu.

Trump segir á Twitter að ekki rétt að leggja áherslu á þetta mál á þessari stundu, þó að starfsemi einingarinnar kunni að vera ósanngjörn. Mikilvægara sé að taka fyrir skattabreytingar, heilbrigðsmál og fleiri mál.

Demókratar hafa sömuleiðis gagnrýnt framgöngu Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×