Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 13:55 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. Hækkunin hafi verið hátt í 15 prósent yfir heildina en fyrir fram hafði verið reiknað með því að hækkunin yrði í kringum 10 prósent. Kjartan ræddi stöðuna á fasteignamarkaðinum í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom meðal annars fram að ekki hefði verið nægilega mikið byggt á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár til að anna eftirspurn. Eins og gefur að skilja hefði það í för með sér mikla hækkun á húsnæðisverði sem kemur ekki hvað síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á fyrstu eign. „Það gerist sjálfkrafa að þær eignir sem eru úti á markaðnum verða eftirsóttari og það er enn erfiðara fyrir sérstaklega unga fólkið að komast út á markaðinn. Það er í rauninni búið að hreinsa út allar eignir á markaðnum undir 30 milljónum í dag ef maður fer inn á fasteignavefina það er nánast ekkert til,“ sagði Kjartan. Þetta háa verð gerði það að verkum að afar erfitt væri fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn. „Segjum að það kaupi 30 milljón króna eign sem er nánast lágmarksverð fyrir tveggja herbergja íbúð í dag. Gefum okkur það að þú þurfir að hafa 15 prósent eigið fé og eitthvað þarftu að hafa fyrir gjöldum þá ertu kominn upp í hátt í fimm milljónir í eigið fé sem þú þarft að leggja út og það er ekki hver sem er getur lagt þetta út.“ Aðspurður hvort að fasteignasalar finni fyrir þessu sagði Kjartan: „Við finnum þetta og maður varð fyrir vonbrigðum að ríkisstjórnin hafi ekki gengið lengra í að aðstoða unga fólkið hérna í fyrra þar sem að þessar aðgerðir sem farið var í eru að mörgu leyti góðar þær henta kannski öðrum hópum en unga fólkinu.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08