Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 12:43 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. Þá telur hann líklegt að flokkarnir nái að klára viðræðurnar í þessari viku en þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Bjarna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Að sögn Bjarna leist þingflokknum ágætlega á það sem hann lagði upp með á fundinum að verið væri að ræða á milli flokkanna. „Við ræddum líka veikleikana og styrkleikana í svona stjórnarsamstarfi og reynum að gera það bara opið og hreinskiptið og það var líka gott að gera það og fara yfir það með þingflokknum.“ Aðspurður hvort að Evrópumálin hafi verið erfið á fundinum sagði hann svo ekki vera enda væru þau ekki risamál í viðræðum flokkanna þriggja. Hann benti hins vegar á hið augljósa, tæpan meirihluta. „Það er auðvitað mjög tæpur meirihluti í þessu samstarfi, við höfum verið að ræða það undanfarna mánuði og það er líka hvernig verkefni skiptast í þinginu. Þetta eru hlutir sem menn vilja vera að velta aðeins fyrir sér en það eru líka miklir kostir við svona samstarf.“ Bjarni sagði líklegt að vikan dugi til að klára viðræðurnar. „Við erum komin með allan ytri rammann að samstarfi og það eru ágætar líkur á því að við getum lokið því. En það verður að segjast eins og er að það eru enn mikilvæg atriði sem standa enn út af.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn fara yfir stöðuna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar. 3. janúar 2017 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira