Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen ákvað að taka áhættu á nýju ári og birta myndband af sér vera að syngja. Ásamt söngnum spilar hún einnig á gítar. Í myndbandinu situr Gisele við sundlaug í kringum sólsetur og syngur fallegt lag eftir tónlistarkonuna Ana Vilela. Við myndbandið skrifar hún þýðinguna á textanum.
Hún segir að textinn hafi verið svo fallegur í laginu að hún yrði að deila honum með fylgjendum sínum. Hvort að fyrirsætan ætli að reyna enn frekar fyrir sér í sönginum verður að koma í ljós síðar.