Prestur barði Hallgrím Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2017 06:30 Þúsundir og aftur þúsundir komu saman við Hallgrímskirkju til að fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson „Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira