Innlent

Krakkar læra forritun í vetrarfríinu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Menningarmiðstöðin Gerðuberg stóð í dag fyrir nokkuð óvenjulegu forritunarnámskeiði fyrir krakka þar sem þau lærðu að forrita í gegnum tónlist.

Eyþór Máni Einarsson, forritunarkennari hjá Kóder, segir tónlistina frábæra leið til að kynna forritun fyrir krökkum en það er gert í gegnum forrit sem hannað er af háskólanum í Cambridge. 

Þessa dagana eru vetrarfrí í flestum grunnskólum en börnin voru ánægð með að verja því í að reyna fyrir sér við forritunina eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. 
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×