Snjóflóðavarnarhlið sett upp í Hlíðarfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2017 17:33 Slysavarnakonurnar Sólveig Skjaldardóttir, Ásdís Helgadóttir, Helga Halldórsdóttir og Halldóra Skúladóttir afhentu hliðið sem Guðmundur Karl Jónsson tók við fyrir hönd Skíðastaða í Hlíðarfjalli. Mynd/Aðsend Slysavarnadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Akureyri afhenti skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli snjóflóðavarnahlið um liðna helgi. Hliðið var sett upp við ofan við Stromplyftuna, efstu skíðalyftu svæðisins. Þaðan halda skíðamenn gjarnan af stað ætli þeir að skíða utan hefðbundinna brauta fjallsins. Í hliðinu er sjálfvirkur búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvor snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi eða rétt stilltir, ásamt því að veita almennar upplýsingar um snjóflóðavarnir. Snjóflóðaýlir er mikilvægt öryggistæki sem sífellt fleira göngu, skíða og sleðafólk ber á sér. Ýlirinn sendir frá sér útvarpsbylgjur sem auðveldar leit að fólki í snjóflóðum. Við afhendinguna sagði Halldóra Bjarney Skúladóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar á Akureyri að hliðið væri veigamikill þáttur í að auka vitund fólks um mikilvægi snjóflóðaýla meðal þeirra sem stunda fjallamennsku á vetrum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að hliðið og aukin notkun snjóðflóðaýla auki til muna öryggi þeirra sem vilja ganga ofan skíðasvæðisins og skíða utan troðinna brauta. Hliðið í Hlíðarfjalli er annað sinnar tegundar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg setur upp nú í vetur. Þriðja hliðið í Eyjafirði verður sett upp í Glerárdal sem er vinsælt útvistasvæði, bæði meðal göngu- og vélsleðafólks. Innan tíðar verður snjóflóðavarnahlið sett upp í Landmannalaugum en það svæði nýtur mikilla vinsælda meðal vélsleðafólks. Þá verða fljótlega sett upp hlið við skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Slysavarnadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Akureyri afhenti skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli snjóflóðavarnahlið um liðna helgi. Hliðið var sett upp við ofan við Stromplyftuna, efstu skíðalyftu svæðisins. Þaðan halda skíðamenn gjarnan af stað ætli þeir að skíða utan hefðbundinna brauta fjallsins. Í hliðinu er sjálfvirkur búnaður sem lætur skíða- og göngufólk vita hvor snjóflóðaýlar þeirra séu í lagi eða rétt stilltir, ásamt því að veita almennar upplýsingar um snjóflóðavarnir. Snjóflóðaýlir er mikilvægt öryggistæki sem sífellt fleira göngu, skíða og sleðafólk ber á sér. Ýlirinn sendir frá sér útvarpsbylgjur sem auðveldar leit að fólki í snjóflóðum. Við afhendinguna sagði Halldóra Bjarney Skúladóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar á Akureyri að hliðið væri veigamikill þáttur í að auka vitund fólks um mikilvægi snjóflóðaýla meðal þeirra sem stunda fjallamennsku á vetrum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir að hliðið og aukin notkun snjóðflóðaýla auki til muna öryggi þeirra sem vilja ganga ofan skíðasvæðisins og skíða utan troðinna brauta. Hliðið í Hlíðarfjalli er annað sinnar tegundar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg setur upp nú í vetur. Þriðja hliðið í Eyjafirði verður sett upp í Glerárdal sem er vinsælt útvistasvæði, bæði meðal göngu- og vélsleðafólks. Innan tíðar verður snjóflóðavarnahlið sett upp í Landmannalaugum en það svæði nýtur mikilla vinsælda meðal vélsleðafólks. Þá verða fljótlega sett upp hlið við skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira