Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi atli ísleifsson skrifar 20. febrúar 2017 15:22 Frá Malmö. Vísir/Getty Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“ Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Rúmlega fimmtíu morð á síðasta ári, nauðganir, fíkniefni og allir hinir grunuðu heita „Ali Muhammad, Mahmud, Mohammad Ali og svo framvegis“. Þetta kom fram í löngu innslagi um sænsku borgina Malmö á rússnesku sjónvarpsstöðinni Kanal 1 í gærkvöldi.Dagens Nyheter segir frá því að fjallað hafi verið um Malmö í vinsælum þætti Voskresnoje vremja, sem sýndur er vikulega í rússnesku sjónvarpi. Upplýsingar sem koma fram í innslaginu standast ekki skoðun. „Einungis“ voru ellefu morð voru framin í borginni á síðasta ári. Í innslaginu er miðborg Malmö sögð kölluð „Litla Bagdad“ og hlutfall innflytjenda sagt vera 43 prósent. Tölunni er varpað fram í tengslum við það sem kallað er „þrot fjölmenningar“. Á heimasíðu borgarstjórnar Malmö kemur hins vegar fram að hlutfallið sé 32 prósent – ef reiknað er hlutfall þeirra borgarbúa sem fæddust utan Svíþjóðar. Rússneski fréttamaðurinn fer svo inn í skóla þar sem hann spyr um þjóðerni nemenda. „Er ekki hægt að finna einn einasta Svía hérna?,“ spyr hann, þó að fjölmörg barnanna hafi fæðst í Svíþjóð. Sú fullyrðing að allir þeir sem grunaðir eru um glæpi eigi rætur að rekja til Miðausturlanda er svo studd af nafnlausum viðmælanda, „Olav“. „Ég hef lent í skotárás, þeir skutu á mig. 64 ára nágranni minn hefur verið rændur. Allir brotamenn eru arabískir innflytjendur,“ segir Olav. Lokaorð fréttamannsins eru svo: „Allir þeir sem geta yfirgefa borgina. Á kvöldin reyna íbúar að komast hjá því að fara út. Hinir glöðu gestgjafar eru orðnir að gíslum gestanna.“
Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Trump segir fjölmiðla ljúga um ástandið í Svíþjóð Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir rangar upplýsingar um hið meinta „ástand“ vera sífellt að aukast. 20. febrúar 2017 15:15