„Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 10:49 Jim Mattis, nýkominn til Baghdad. Vísir/AFP Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira