Lífið

Jolie tjáir sig í fyrsta skipti opinberlega um skilnaðinn við Pitt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Angelina Jolie.
Angelina Jolie. vísir/getty
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um skilnað sinn við leikarann Brad Pitt en þau skildu í fyrra. Í viðtali við BBC 4, sem fjallað er um á vef breska blaðsins Telegraph, segir Jolie að það hafi verið erfiður tími að ganga í gegnum skilnað.

Augljóst er á myndbandi sem birt er með frétt Telegraph og er úr viðtali BBC að það tekur á leikkonuna að ræða skilnaðinn.

„Þetta var mjög erfiður tími en við erum fjölskylda og við verðum alltaf fjölskylda. Við komumst yfir þetta og verðum vonandi sterkari fjölskylda eftir það,“ segir Jolie.

 

Hún segir fókusinn vera á börnum hennar og Pitt en hjónin fyrrverandi eiga sex börn saman.

„Ég kemst yfir þetta með því að hugsa um þessa reynslu þannig að hún geri okkur sterkari og nánari sem fjölskyldu,“ segir Jolie.

Leikkonan er með forræðið yfir börnunum sex. Skilnaður hennar og Pitt vakti mikla athygli enda voru þau eitt þekktasta par heims. Þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Mr. & Mrs. Smith árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar.

Brot úr viðtalinu við Jolie, sem tekið var vegna frumsýningar myndar Jolie First They Killed My Father, má sjá hér að neðan en myndin fjallar um þjóðarmorðið í Kambódíu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.