Sjómenn samþykktu með naumindum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2017 05:00 Skipverjar á Ásbirni RE-50 voru í óðaönn að gera sig klára til að fara út þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/anton Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Það var mjótt á mununum en samningurinn var samþykktur með 52,4 prósent greiddra atkvæða. Það voru stressaðir fulltrúar útgerðarinnar sem biðu í húsakynnum ríkissáttasemjara meðan talning stóð yfir. Sjómenn felldu í tvígang fyrri samninga og hefur verkfall staðið yfir í rúma tvo mánuði frá því að það gerðist seinna skiptið. Það sló ekki á stressið þegar fyrir lá að kjörsókn var dræm eða um 53 prósent. Þungu fargi var létt af samningamönnum þegar niðurstaðan var kynnt. „Við erum mjög ánægð og þetta er mikill léttir. Það er stór kostur að sjómenn hafi samþykkt samning,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. „Brýnasta verkið er að koma skipunum út á sjó og ná þessari loðnu. Síðan taka við önnur mál sem hafa setið á hakanum meðan á þessu hefur staðið.“Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins.vísir/anton„Þetta var tæpt en það hafðist,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Nú tekur við vinna við samninginn og að koma honum í framkvæmd. Það er hellings vinna framundan í sambandi við fiskverðið og nýja kerfið þar.“ Þegar uppi er staðið telur Valmundur að skynsemin hafi ráðið för þegar menn greiddu atkvæði um samninginn. Hann þakkar þeim fjölmörgu sem komu að því að kynna samninginn og telur að það hafi tekist vel. Mörgum hafi snúist hugur við þá kynningu. Ýmsir voru neikvæðir í garð sjómannaforystunnar og létu þá skoðun sína í ljós. „Ég tók þá ákvörðun að láta það ekki á mig fá,“ segir Valmundur um umræðuna. Þá hafi honum sjálfum borist skeyti en hann viti lítið um innihald þeirra. „Ég skoðaði þau ekki. Menn verða bara að eiga þetta við sjálfa sig.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar niðurstöðunni. Hún segir það mikilvægt fyrir sjávarútveginn að sjómenn og útvegsmenn hafi náð saman. Þorgerður vill ekki gefa upp hvort lög hefðu verið sett á verkfallið ef niðurstaðan hefði orðið önnur. Samningurinn hafi verið samþykktur og því óþarfi að velta öðru fyrir sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15 Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Væntanlega ófær um að ná saman verði samningarnir felldir Það væri ömurlegt ef samningur sjómanna og útgerðarinnar yrði felldur að mati framkvæmdastjóra SFS 19. febrúar 2017 12:15
Tvísýnt hvort samningarnir verða samþykktir Niðurstöðu atkvæðagreiðslu er að vænta í kvöld og þá skýrist hvort 10 vikna sjómannaverkfalli ljúki. 19. febrúar 2017 19:15
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34
Vilhjálmur: Aðkoma sjávarútvegsráðherra henni ekki til sóma Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það ákveðinn létti að sjómenn hafi samþykkt kjarasamninga, en á sama tíma visst áhyggjuefni. 19. febrúar 2017 22:08