Hann er kominn aftur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum las ég lunkna sögu eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes sem sló óvænt í gegn eftir að hafa starfað um árabil sem draugspenni, þ.e.a.s hann skrifaði texta sem aðrir settu svo nafn sitt við og hlutu heiður fyrir. Það er sannkallað draumastarf – að geta sinnt ritstörfum ótruflaður af hégóma eins og viðtökum og dómum, dálæti og kjassi lesenda … Sagan sem Timur Vermes skrifaði loks sjálfur árið 2012, fjörutíu og fimm ára gamall – og sló í gegn – fjallar um það þegar Adolf Hitler vaknar einn góðan veðurdag á bekk í almenningsgarði á okkar dögum eftir að hafa sofið frá árinu 1945. Er ist wieder da heitir sagan og var gefin út fyrir nokkrum árum í ágætri íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar undir nafninu Aftur á kreik.Og fólkið hló Það er einhver óbærilegur léttleiki í þessari sögu. Hún er óþægilega kósí. Líflega skrifuð, víða fyndin og full af spaugilegum aðstæðum. Skemmtileg – sem er einmitt alls ekki skemmtilegt. Hitler er sem sagt aftur kominn á stjá í þessari bók. Hann er auðvitað fyrst og fremst hlægilegur. Hann fer um fokvondur og er sjálfum sér líkur; raunar svo líkur að enginn á orð yfir því hversu líkur hann sé Hitler. Hann er óbærilega heimskur, fordómafullur, fáfengilegur og fullur af meinlokum og illsku. Hann er sí-gargandi samhengislaust og rakalaust þvaður gegn Gyðingum og öðrum tilbúnum óvinum, ekki heil brú í neinu sem hann segir; málflutningurinn svo fáránlegur að ekki er viðlit að eiga orðastað við manninn. Allir sem á vegi hans verða skella sér á lær yfir því hversu gott atriði hann sé; hversu vel hann „nái honum“. Og svo fer að Hitler verður á vegi fólks sem starfar í sjónvarpinu og sér strax í honum möguleika á því að gera kringum þessa fígúru nýstárlegan og sniðugan „raunveruleikaþátt“. Í sjónvarpið kemst hann inn með sitt raus og áfram heldur fólk að skella sér á lær yfir honum; segir hvert við annað: „Ja það er gállinn á honum núna“ … „hann er laglegur í dag“ … en er um leið eins og dáleitt, getur ekki slitið sig undan málflutningi hans, lætur heillast af ósvífni hans og yfirgengilegum skítnum sem hann eys yfir saklaust fólk. Auðvitað ekki sammála því sem hann segir, finnst hann alltof öfgafullur, alls ekki tilbúið að ganga eins langt og hann segist vilja ganga en samt er eins og málflutningur hans finni sér hljómgrunn einhvers staðar í ólíklegustu hugskotum, þrátt fyrir allt. Það er eins og fólk verði háð því að heyra yfirgengilegan málflutning sem gengur fram af því – þetta verður eins og nokkurs konar fíkn; það þarf alltaf eitthvað nýtt og nýtt til að skella sér á lær yfir. Hatursrausið í Hitler verður smám saman að skemmtiefni, sem enginn upplifir sem stjórnmála-umræðu, heldur skopfærslu, „eitthvað í sjónvarpinu“ – hvert annað grín. Og smám saman fer fólk að venjast hugmyndum hans um Gyðinga og aðra tilfallandi óvini, hættir að upplifa þessar hugmyndir sem hættulegar og rangar, gott ef fara ekki að heyrast raddir um „góða fólkið“ og að „við verðum að taka umræðuna“ og „þöggunartilburði“.Vænsta fólk … Smám saman fjölgar þeim sem finnst það gott flipp að fylgja honum að málum og þáttur Hitlers slær út alla aðra þætti í vinsældum. Sjónvarpið gerir á ný úr honum stórstjörnu. Hann kemst í tísku; fólk tekur hann ekki alvarlega – en heldur ekki ógnina sem stafar frá málflutningi hans, lætur hann dilla sér. Það bíta allt í einu ekki á honum venjulegar leiðir til að þagga niður í lýðskrumurum og hatursframleiðendum. Fólk hlustar ekki lengur. Það yppir öxlum yfir því að þjóðernissósíalismi Hitlers sé skaðleg stefna – hefur heyrt það þúsund sinnum áður, en man ekki alveg hvað var svona hryllilegt við hann. Og hver er líka kominn til með að segja til um siðferðismörk, rétt og rangt, á póstmódernískum tímum, þegar öll hugmyndakerfi eru hrunin og eina boðorðið er að ota sínum tota sem lengst og best. Og án þess að fólk ætli sér það, eða geri sér fyllilega grein fyrir því – vænsta fólk sem ekki myndi gera neitt á hluta nokkurrar manneskju annarrar – þá fer það að lokum svo að það stígur yfir mörkin og er allt í einu statt á svæðinu handan góðs og ills, í múgsálinni sem maður rennur inn í og þar sem maður afsalar sér sjálfstæðri hugsun og siðferðishömlur hverfa. Og þetta góða fólk er allt skyndilega farið að hylla lítilmótlegan mann með asnalega hárgreiðslu og ömurlegar skoðanir vaktar af minnimáttarkennd, vanþekkingu, hatri og lygum. Kunnuglegt? Af hverju skyldi ég nú hafa farið að hugsa um þessa sögu núna? Sagan Aftur á kreik er nefnilega ekki saga um Adolf Hitler – heldur um okkur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun