Lífið

Batman-leikarinn Adam West látinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Adam West var 88 ára þegar hann lést.
Adam West var 88 ára þegar hann lést. Vísir/Getty
Adam West í hlutverki Batman á sjöunda áratugnum.Vísir/AFP
Adam West, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Batman, er látinn 88 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu leikarans.

West fór með hlutverk hinnar grímuklæddu ofurhetju í sjónvarpsþáttunum Batman sem frumsýndir voru í janúar 1966.

Þættirnir nutu gríðarmikilla vinsælda en þegar hætt var að sýna þá átti West erfitt með að fóta sig í Hollywood í nokkurn tíma.

Á síðari árum hafði West þó haft nokkra frægð af því að tala inn á teiknimyndir en hann léði m.a. borgarstjóra Quahog, sögusviðs teiknimyndaþáttanna Family Guy, rödd sína.

West andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar en hann lætur eftir sig eiginkonu, sex börn, fimm barnabörn og tvö barnabarnabörn.

Að neðan má sjá brot úr gömlum Batman-þáttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.