Vilja að Kársnesskóli verði rifinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2017 13:16 Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Starfshópur um húsnæðismál Kársnesskóla í Kópavogi vill að skólinn verði rifinn vegna myglu. Bæjarstjórn Kópavogs hittist á þriðjudaginn til að taka ákvörðun um hvort sú leið verði farin. Um fimmtán hundruð milljónir kostar að reisa nýtt hús. Starfshópurinn var skipaður eftir að vart varð við myglu í húsnæði skólans við Skólagerði. Sú bygging hefur hýst nemendur í 1.-4. bekk skólans en eldri nemendur eru í annarri byggingu. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á fimmtudaginn var hafi tillaga starfshópsins um að húsið verði rifið verið samþykkt. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi segir að starfshópurinn hafi farið vel yfir alla valkosti. „Þetta er reyndar mjög slæmt tilvik og hérna, þegar búið var að fara vel ofan í málið, var svona stillt upp valkostum. Hvað kostaði að gera við skólann og hvað myndi þá kosta að byggja. Í þessu tilviki þá erum við að horfa á hvað myndi þá kosta að byggja eins skóla, og þar í rauninni munar um það bil 300 milljónum. Það er að segja að það voru sirka 1.250 milljónir sem kostar að endurbyggja skólann en ríflega einn og hálfan að byggja nýjan eins skóla. Þannig að starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að það væri skynsamlegast að rífa skólann og byggja nýjan og leggur það til. Það á hins vegar eftir að fara fyrir bæjarstjórn. Þetta er auðvitað gríðarlega stór ákvörðun,“ segir Ármann Kr. Bæjarstjórnin fundar á þriðjudaginn um málið og segir Ármann að hann eigi sjálfur enn eftir að taka afstöðu til tillögu starfshópsins. Hann segir að fyrr í vetur hafi verið farið að kanna hvort að myglu væri að finna í húsinu og öll börn færð í önnur hús. Starfsmenn voru þá farnir að finna fyrir einkennum vegna myglu og sumir voru jafnvel frá vinnu. „Myglan var þarna til staðar og húsið þótti ekki heilsusamlegt enda þetta er 60 ára gamalt hús sem hefur ekki fengið nógu gott viðhald í gengum tíðina,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent