Stórbrotin skotnýting Cleveland kom í veg fyrir fullkomna úrslitakeppni GSW Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2017 04:10 Táknræn mynd fyrir leikinn. Leikmenn Golden State Warriors áttu fá svör við skotskýningu LeBrons James og félaga. Vísir/AP Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Cleveland Cavaliers liðið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um NBA-meistaratitilinn og kom í veg fyrir það í nótt að Golden State Warriors tryggði sér titilinn á þeirra heimavelli. Cleveland vann þá 21 stigs sigur á Golden State, 137-116, og minnkaði muninn í 3-1. Fyrir ári síðan varð Cavaliers liðið það fyrsta í sögu NBA-úrslitanna sem lendir 3-1 undir en kemur til baka og verður NBA-meistari. Nú eru LeBron James og félagar aftur komnir í sömu stöðu. Golden State fær annað tækifæri til að tryggja sér titilinn á mánudagskvöldið en þá verður liðið á heimavelli sínum í Oakland. Möguleikinn á að enda úrslitakeppnina 16-0 er hinsvegar úr sögunni.The Cavalier's 137 points are the tied for the 3rd-most in any NBA Finals game with the 1984 Lakers. — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Cleveland bauð upp á svakalega skotnýtingu í leiknum og var meðal annars búið að setja nýtt met yfir flestar þriggja stiga körfur í þriðja leikhluta. Cleveland endaði með 24 þrista í leiknum. Kyrie Irving skoraði 40 stig fyrir Cleveland en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur. LeBron James var með þrennu, 31 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst, en þetta er níunda þrenna hans í lokaúrslitum og hann er því búinn að taka þrennumetið af Magic Johnson. Kevin Love skoraði síðan 23 stig en hann skoraði sex þriggja stiga körfur.UPDATE: The @cavs set a new #NBAFinals record with 24 3s in one game. pic.twitter.com/N8Rhpwt9T2 — NBA.com/Stats (@nbastats) June 10, 2017 Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Golden State Warriors en hitti þó bara úr 9 af 22 skotum sínum. Hann hitti þó mun betur en Stephen Curry sem klikkaði á 9 af 13 skotum sínum en endaði með 14 stig og 10 stoðsendingar. Draymond Green var með síðan með 16 stig og 14 fráköst en hann slapp á einhvern óskiljanlegan hátt við það að vera rekinn út úr húsi þegar allir nema dómararnir héldu að hann væri kominn með tvær tæknivillur. Cleveland tóku forystuna strax í upphafi leiks og hélt henni út leikinn. Munurinn var lengstum mjög mikill en Warriors-liðið komst aldrei almennilega í gang á meðan allt gekk upp hjá heimamönnum í Cleveland.LeBron James just passed Magic Johnson for most triple-doubles in NBA Finals games. pic.twitter.com/GsGLr0ZFMk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 10, 2017 Fyrri hálfleikurinn fer í sögubækurnar enda liðin að spila sóknarleik sem hefur aldrei sést áður í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Cleveland Cavaliers liðið setti bæði met yfir flest stig í leikhluta (49 stig í fyrsta leikhluta) og flest stig í fyrri hálfleik (86 stig). Cleveland komst í 24-9 í upphafi leiks og var 49-33 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Cleveland var síðan 18 stigum yfir í hálfleik, 86-68, en liðin settu NBA-met yfir flest skoruð stig af báðum liðum í einum hálfleik í úrslitakeppni. Munurinn hefði verið meiri ef Kevin Durant hefði ekki endað hálfleikinn á flautuþristi en Durant var komin með 22 stig í hálfleik. Kyrie Irving skoraði 28 stig úr 14 skotum í fyrri hálfleiknum, LeBron James var með 22 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá skoraði Kevin Love 17 stig í þessum ótrúlega hálfleik Cavs. Þrjár stórstjörnur Clevland voru því saman með 67 stig í hálfleiknum eða einu minna en allt Warriors-liðið. Cleveland skoraði þrettán þrista í hálfleiknum, hitti úr 61 prósent skotum sínum og 59 prósent þriggja stiga skotanna.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira