Fokheldi fagnað í Hlaðgerðarkoti Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. október 2017 20:30 Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bygging sem nú rís við Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal mun leysa gríðarlegan vanda fyrir meðferðarstöð sem þar er rekin. Þetta segir framkvæmdastjóri Samhjálpar en byggingin er reist fyrir ágóða landssöfnunar á Stöð 2 árið 2015. Flestir vistmanna Hlaðgerðarkots eru í yngri kantinum, en 70% þeirra eru undir 40 ára aldri. Tæplega 85 milljónir söfnuðust á landssöfnunarkvöldinu fyrir tæplega tveimur árum síðan og var fénu varið til að reisa nýja byggingu. Í dag var fokheldi fagnað af forsvarsmönnum Samhjálpar og öðrum velunnurum, en u.þ.b. ár er síðan fyrsta skóflustunga var tekin að húsinu. Húsið er tengt við eldra húsnæði á svæðinu og er útsýni yfir Mosfellsdalinn nýtt til hins ýtrasta, vistmönnum og starfsfólki til yndisauka. Þar verður m.a. starfrækt mötuneyti meðferðarstöðvarinnar auk skrifstofa hjúkrunarfræðings og læknis. Um 300 manns sóttu sér meðferð vegna áfengis- og fíkniefnavanda í Hlaðgerðarkoti árið 2016. Þar af er langstærstur hópur á aldrinum 20-29 ára, en færst hefur í aukana að fólk á þeim aldri sæki sér meðferð og er það oftast háð sterkari efnum en áfengi einu. Þrátt fyrir þann fjölda sem hlaut meðferð á síðasta ári þurftu um 600 frá að hverfa, þar sem ekki voru nógu mörg pláss í boði. Vörður segir afar leiðinlegt að starfsfólk geti ekki sinnt öllum sem á náðir þeirra leita. Meðferð á stofnuninni nær nú yfir þriggja mánaða skeið, í stað sex vikna líkt og áður var. Þetta segir Vörður að hafi gefið góða raun, en aftur á móti séu plássin þannig notuð í lengri tíma í senn. Rýmum er þó ekki fjölgað með nýbyggingunni, heldur var nauðsynlegt að taka eina aðalbyggingu meðferðarstöðvarinnar úr notkun – þar sem hún telst ónýt. Herbergi starfsmanna verða því færð í bygginguna sem áður hýsti matsal og verða þau jafn mörg og áður. Næsta skref er hins vegar að rífa ónýtu bygginguna og safna fyrir nýrri, þannig að unnt verði að fjölga plássum til muna.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira