Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Höskuldur Kári Schram skrifar 18. október 2017 18:34 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. Embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu féllst á mánudag á lögbannsbeiðni eignarhaldsfélagsins Glitnir Holdco á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis banka. Þar á meðal var fjallað um fjármálagjörninga Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks í aðdraganda bankahrunsins. Fjölmargir hafa gagnrýnt þetta bann þar á meðal lögfræðingar og stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í dag bættist fulltrúi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í hópinn en hann telur að bannið grafi undan frelsi fjölmiðla hér á landi og rétti almennings til upplýsinga. Hvatti hann íslenska ráðamenn til að beita sér í málinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar að funda um málið á morgun en Jón Steindór Valdimarsson, formaður nefndarinnar, segir að taka verði gagnrýni ÖSE alvarlega. „Það er ekki gott þegar alþjóðlegar stofnanir sem fylgjast með framkvæmd kosninga og fjölmiðlun gera athugasemdir við þennan framgang. Það er alvarlegt mál og að sjálfsögðu eigum við að taka það alvarlega,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Glitnir Holdco hefur frest fram á mánudag til að leggja fram stefnu í málinu. Ingólfur Hauksson forstjóri eignarhaldsfélagsins sagði í samtali við fréttastofu í dag að það standi ekki til að falla frá málinu. Hann segir að lögmenn á vegum Glitnis hafi líka verið í samskiptum við breska dagblaðið Guardian sem einnig hefur birt fréttir af málinu. Ekki hafi þó verið lögð fram formlega krafa um lögbann þar í landi. Jon Henley blaðamaður hjá Guardian sagði í samtali við fréttastofu í dag að blaðið hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni halda áfram að fjalla um þetta mál. Það muni skýrast síðar.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira