Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2017 10:52 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Stundarinnar. vísir/ernir/heiða Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“ Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis í Fréttablaðinu í dag að Stundin hafi í fréttaflutningi sínum af viðskiptum Bjarna fyrir hrun sagt félagið Hafsilfur hafa verið í eigu hans. Bjarni sagði þessa staðhæfingu Stundarinnar ranga þar sem Hafsilfur var í eigu föður hans. „Þeir segja að ég hafi átt félagið. Það er rangt,“ sagði Bjarni í Fréttablaðinu í dag. Í áréttingu Jóns Trausta segir að Stundin hafi hvergi haldið því fram að Hafsilfur hafi nokkurn tímann verið í eigu Bjarna. Þess vegna sé staðhæfing hans í Fréttablaðinu í dag röng en hér á eftir fer árétting Jóns Trausta: „Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir í viðtali við Fréttablaðið í dag að Stundin hafi ranglega sagt að félagið Hafsilfur ehf, sem tók yfir 50 milljóna króna kúlulán hans, hafi verið í hans eigu. Þessi fullyrðing um fréttaflutning Stundarinnar er röng. Stundin hefur hvergi haldið því fram að Hafsilfur hefði nokkurn tímann verið í eigu Bjarna Benediktssonar. Félagið var í eigu föður hans, Benedikts Sveinssonar, líkt og kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Hins vegar kom fram í umfjöllun Stundarinnar að starfsmenn Glitnis hafi rætt sín á milli um Hafsilfur sem félag Bjarna Benediktssonar og hann hafi beitt sér fyrir hönd félagsins í samskiptum við bankann. Rétt er að taka fram að ekki hefur verið bent á neitt rangt í umfjöllun Stundarinnar um viðskipti núverandi forsætisráðherra og skyldmenna hans í aðdraganda hrunsins, þegar hann gengdi þingmennsku og kom sérstaklega að málefnum bankans sem kjörinn fulltrúi. Í ljósi þess að sett hefur verið lögbann á Stundina og henni gerð óheimil öll efnisleg umfjöllun byggð á gögnum úr Glitni mun Stundin ekki geta notast við þau til að svara frekar efnislegum athugasemdum forsætisráðherra.“
Tengdar fréttir Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Ritstjóri segir Bjarna að líta í eigin barm Forsætisráðherra svarar spurningum um fréttir Stundarinnar sem hann hefur ekki viljað svara Stundinni um. Bjarni Benediktsson segir öll sín viðskipti við Glitni standast skoðun. 18. október 2017 05:00