Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2017 10:44 Gísli Þorgeir Kristjánsson og strákarnir í FH þurfa að fara aftur til Rússlands. vísir/eyþór Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Eins og kom fram í morgun þarf FH að ferðast aftur til St. Pétursborgar til þess eins að framkvæma vítakastkeppni sem ekki var haldin í seinni leik FH og rússneska liðsins í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og var þá gripið til framlengingar en eftir hana komst FH áfram með eins marks heildarsigri, 65-64. Finnski eftirlitsmaðurinn gerði aftur á móti stór mistök með því að senda ekki leikinn beint í vítakastkeppni. Dómur er fallinn í málinu og hefur verið ákveðið að úrslitin standa ekki heldur þurfa liðin að mætast í vítakastkeppni um hvort þeirra fer áfram í 3. umferðina.OFFICIAL STATEMENT: Penalty throws to define the winner between St. Petersburg & @FH_Handbolti , CoH decided https://t.co/8P1EH4Owoqpic.twitter.com/7kO60vDFM5 — EHF (@EHF) October 18, 2017 „Ég var bara að fá þessi tíðindi og maður er í hálfgerðu áfalli eins og gefur að skilja,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, í samtali við Vísi. Ásgeiri var augljóslega brugðið við þessi tíðindi en hann bjóst ekki við þessum úrskurði frá EHF. „Maður vildi ekki gefa sér neitt fyrir fram eftir að Rússarnir kærðu. Við skiluðum bara okkar áliti og svo bjóst maður við að það yrði dæmt eðlilega,“ segir Ásgeir, en er það huggun harmi gegn að EHF mun borga brúsann eftir þetta klúður? „Nei, það skiptir engu máli. Maður er bara í áfalli,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir FH-inga ætla að senda frá sér yfirlýsingu seinna í dag en þeir hafa til morguns til að áfrýja þessum úrskurði evrópska handknattleikssambandsins.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38 Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30 FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Mótherjar FH búnir að kæra leikinn St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins. 16. október 2017 10:38
Einar Rafn markahæstur í EHF-bikarnum FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson er markahæsti leikmaður EHF-bikarsins í handbolta. 16. október 2017 12:30
FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 17. október 2017 09:56