Lífið

Þriðja barnið er væntanlegt í apríl

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta.
Georg, Vilhjálmur, Katrín og Karlotta. NordicPhotos/Getty
Kensington höll sendi frá sér tilkynningu í dag varðandi þriðja barn Katrínar, hertogaynju af Cambridge, og Vilhjálms, hertogans af Cambridge,. Miklar vangaveltur hafa verið um hugsanlegan fæðingardag barnsins en nú hefur mánuðurinn verið staðfestur. Barnið er væntanlegt í apríl á næsta ári.

 

Katrín þjáist vegna sjúklegrar morgunógleði æa þessari meðgöngu líkt og á hinum meðgöngunum. Hún tók því rólega fyrstu vikurnar en er nú byrjuð að mæta aftur á viðburði með Vilhjálmi. 

Fyrir eiga Vilhjálmur og Katrín tvö börn, Georg sem fæddist í júlí árið 2013 og Karlottu sem fæddist í maí árið 2015. Vilhjálmur er erfingi krúnunnar á eftir föður sínum, Karli. Georg prins er sá þriðji í erfðaröðinni og Karlotta sú fjórða. Þriðja barn þeirra Katrínar og Vilhjálms verður því það fimmta í röðinni. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.