Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum Sævar Þór Jónsson skrifar 18. október 2017 10:00 Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar