Trump hótar Toyota háum gjöldum vegna framleiðslu í Mexíkó nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 5. janúar 2017 23:37 Donald Trump var harðorður í tísti sínu fyrr í kvöld. Vísir/EPA Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Donald Trump hótaði bílaframleiðandanum Toyota háum gjöldum ef fyirirtækið héldi áfram að framleiða bíla sína í verksmiðjum í Mexíkó. Reuters greinir frá. Trump viðraði þessa hótun sína í tísti fyrr í kvöld sem er svohljóðandi: „Toyota sögðu að þeir ætluðu sér að reisa nýja verksmiðju í Baja, Mexíkó, til þess að framleiða Corolla-bíla fyrir Bandaríkjamarkað. EKKI SÉNS! Byggið verksmiðju í Bandaríkjunum eða greiðið annars háan landamæratoll.“ Þess ber þó að geta að Toyota hefur engin áform um byggingu nýrrar verksmiðju í Baja, þar er nú þegar Toyota verskmiðja. Hins vegar hyggst framleiðandinn reisa verksmiðju í mexíkósku borgini Guanajuato.Hlutabréf Toyota féllu Trump hefur margsinnis lýst yfir gremju sinni í garð bandarískra stórfyrirtækja sem framleiða vörur sínar erlendis á ódýran máta en þetta er í fyrsta skipti sem hann beinir spjótum sínum að erlendu fyrirtæki. Toyota er japanskur framleiðandi. Scott Vazin, forsvarsmaður Toyota brást við tísti Trumps og fullyrti að „Toyota hlakki til að starfa með ríkisstjórn Trumps í þágu neytenda og bílaiðnarins.“ Forstjóri Toyota sagði þó að framleiðandinn ætlaði ekki að breyta áformum sínum um bílaframleiðslu í Mexíkó að svo stöddu en til stæði að taka málið til íhugunar eftir að Trump tekur við embætti forseta þann 20. janúar. Hlutabréf Toyota á Bandaríkjamarkaði féllu um 0,7 prósent í kjölfar tístsins.Bifreið af gerðinni Toyota Corolla sett saman í verksmiðju.vísir/gettySetti Ford og General Motors afarkostiDonald Trump setti bifreiðaframleiðandanum General Motors svipaða afarkosti í fyrr í vikunni. Sagði hann að ef fyrirtækið hætti ekki framleiðslu sinni á bílategundinni Chevy Cruze utan landsteinanna gæti það búist við háum tollum. Að sama skapi hefur Trump þrýst á Ford með þeim afleiðingum að bifreiðaframleiðandinn lét af áformum sínum um að byggja verksmiðju í Mexíkó. Talsmenn Ford opinberuðu þessa ákvörðun fyrirtækisins fyrir tveimur dögum en þeir vilja meina að þrýstingur af hálfu Trumps hafi ekki átt neinn þátt í henni.Toyota Motor said will build a new plant in Baja, Mexico, to build Corolla cars for U.S. NO WAY! Build plant in U.S. or pay big border tax.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira